Soho Catering

 

Alhliða veisluþjónusta frá hjartanu

 

HádegispantanirVeisluþjónusta

Soho pizza

Soho bíður upp á súrdeig og önnur gæða hráefni fyrir þína pizzugerð. Endilega kíktu við á sölusíðuni okkar og pantaðu í hráefni pizzuna þína heima að dyrum eða kíktu við og sóttu.

Um okkur

Velkomin á Soho Catering!

Við erum alhliða veisluþjónusta þar sem þú getur sótt eða fengið veisluna heim að dyrum.

Soho byrjaði upphaflega sem lítill huggulegur veitingastaður við Hafnargötu í Keflavík en árið 2008 skiptum við alfarið yfir í veisluþjónustu.

Þó höfðum við opinn veitingastað á Hrannargötu 6 sem var ákveðið að loka vegna mikilla anna í desember 2019.

2019 bættust svo við mötuneyti og enn fleiri veislur og jukum við þar með enn frekar á fjölbreytnina.

 

Glæsilegir matseðlar

Soho veisluþjónusta býður upp á fjölda matseðla fyrir árshátíðir, brúðkaup, fermingar, erfidrykkjur, tapas veislur og aðrar stórar sem smáar samkomur.

Með sveigjanleika og óskir viðskiptavina að leiðarljósi verður hver veisla einstök. Markmið okkar er að uppfylla þínar óskir.

Skoðaðu úrvalið á síðunni!

Við hvetjum þig til að hafa samband með þínar hugleiðingar, breytingar eða bókanir. 

Við hlökkum til í að heyra frá þér!

Brúðkaup

Við leggjum ríka áherslu á persónulega þjónustu fyrir tilvonandi brúðhjón. Fyrsta skrefið er að bóka tíma og fara yfir skipulag veislunnar og óskir brúðjónanna. 

ATH! Ef þú ert með planað brúðkaup núna í sumar (2021) mælum við með að hafa samband við okkur sem fyrst og panta tímanlega.

 

Fermingar

Við fermingarundirbúning eru óskir fermingarbarnsins í forgrunni. Við gerum okkar besta til að uppfylla þennan sérstaka dag í lífi hvers fermingarbarns. Við bjóðum úrval af tillögum og samsetningum af gómsætum veislumat við allra hæfi.  

Munið að panta fermingarveisluna tímanlega!

 

Árshátíðir

Viðskiptavinir okkar eru meðal annars fyrirtæki, vinnuhópar, félagasamtök og margt fleira. Úrval kræsinga má sjá á matseðlum.

Árshátíðarmatseðlar eru miðaðir við  að lágmarki 60 manns og að hámarki 120 manna veislur. Við gerum tilboð í stærri veislur og fjöldi er engin fyrirstaða.

 

Heimaveislur

 Vinsælustu veislurnar í miðju „Covid“ ástandi eru fyrir hópa frá 14 – 40 manns.

Afmæli, litlar árshátíðir, vinnustaðir og önnur tilefni.

Flottir, einfaldir og góðir eins til þriggja rétta matseðlar.

Einnig úrval af salatréttum.

Erum sveigjanleg með minni pantanir, bara endilega senda fyrirspurn!

 

Tapas og smáréttir

Hér erum við á heimavelli!

Fyrir fundinn, vinnustaðahittingin, afmælið, árshátíðina og allt hitt.  

Smáréttaveislur eiga alltaf við, tilefnið skiptir ekki máli.

Lágmarkspöntun er 20 manns.

Lágmarkspöntun fyrir staka rétti er 12 manns. 

 

Jólahlaðborð

Við erum stolt af því að eiga okkar „föstu“ hópa sem koma til okkar með pöntun um hver jól. 

Aðalsmerki okkar er að allur matur er lagaður frá grunni. 

Öll verð eru sýnileg á matseðlunum. 

 

Meðmæli

Meðmæli viðskiptavina

“Orðlaus”

„Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að byrja að segja…
En mikið ofsalega er ég glöð, þakklát og finnst þið frábær! Ég er nánast orðlaus eftir daginn!“

— Jóhanna Pálsdóttir og fjölskylda, erfidrykkja

“Frábær matur”

„Maturinn var frábær og mjög vel úti látinn í útskriftarveislu dóttur minnar.
Gestirnir töluðu mikið um hvað maturinn væri góður og allt girnilegt.
Vorum að koma af ættarmóti og enn var fólkið að tala um matinn og hvaðan hann kæmi.“

— Ottó og Arna, útskriftarveisla

“Til fyrirmyndar”

„Forrétti, aðalrétti og eftirrétti. Veislugestir voru tæplega 150 og allt gekk upp og var eins glæsilegt og hægt er að óska sér. Maturinn var frábær og öll þjónusta til fyrirmyndar.“

Haraldur Orri og Sigríður Ósk, brúðkaup

„Meiriháttar!“

Við vorum með smárétti í brúðkaupi okkar síðasta sumar. Maturinn frá Örra og Soho var meiriháttar! Fólk er ennþá að minnast á hvað þeim þótti maturinn góður. Takk kærlega fyrir okkur.

Thelma Þ, Brúðkaup

Ekki missa af

Fréttir Og Viðburðir

Við setjum reglulega inn fréttir af okkur og veislunum. Fylgist með! 

Nýtt hydroponics gróðurhús

Nýtt hydroponics gróðurhús

Það er spennandi tímar í gangi núna, nýtt hydroponic gróðurhús sem við erum að dunda okkur í.Svona er staðan - góð ræktun komin í gang.Basil, cherry tómatar, dill, ruccola, mynta... von á fleirri tegundum á næstu dögum. Leyfum ykkur að fylgjast með þessu þegar enn...

Ný síða komin í loftið

Ný síða komin í loftið

  Hvað er að frétta af Soho? Opnunartími veisluþjónustuSótt... Hrannargata 6, Reykjanesbæ Opnum klukkan 8:30 og lokum kl: 17:30 Stundum fyrr eða aðeins seinna Sent... við semjum um þaðVeitingastaðurinnLokaður þangað til annað kemur í ljós   Sendu okkur línu Hafðu...

Veisluþjónusta opin 08-17 afhending getur verið seinna

Sótt...

Hrannargata 6, Reykjanesbæ
Opnum klukkan 8:30 og lokum kl: 17:30

Stundum fyrr eða aðeins seinna

Sent...
við semjum um það

Veitingastaðurinn Opinn 11:30-13:00 mánud - Föstudaga

Opinn virka daga frá kl 11:30 - 13:00 stunudum lengur

 

 

Sendu okkur línu

Hafðu samband ef þú hefur spurningar