Soho Catering

 

Alhliða veisluþjónusta frá hjartanu

 

Sagan okkar

Soho Catering 

Soho Catering er alhliða veisluþjónusta sem hófst árið 2005 sem veitingastaðurinn Soho við Hafnargötu í Keflavík. Staðurinn átti miklum vinsældum að fagna og er enn sárt saknað að bæjarbúum. Við ákváðum árið 2008 að snúa okkur alfarið að veisluþjónustu og höfum lagt allt okkar kapp á að vera fremst á því sviði. Lof viðskiptavina segja alla söguna og því erum við þakklát. 

Helstu styrkleikar okkar hjá Soho Catering er veisluþjónusta fyrir árshátíðir, brúðkaup, fermingar, Tapas, smáréttaveislur og erfidrykkjur.

Undanfarin ár höfum við byggt upp öfluga þjónustu fyrir mötuneyti og fyrirtæki. Við meira að segja getum útvegað starfsfólk á staðinn nú eða sent til fyrirtækja. Ykkar er valið.  

Örn Garðars er yfirmatreiðslumaður Soho Catering

Eigendur

Örn Garðarsson

Stofnandi og eigandi

Íris Björk Guðjónsdóttir

Stofnandi og eigandi

Matseðlar

Glæsilegir matseðlar fyrir öll tilefni!

Soho Catering býður upp á mikið úrval matseðla fyrir árshátíðir, brúðkaup, fermingar, erfidrykkjur, tapas veislur og aðrar samkomur,  stórar sem smáar.

Við erum sveigjanleg og opin fyrir óskum og breytingum og gerum okkar besta til að uppfylla allar óskir viðskiptavina okkar.

Smelltu hér til að skoða matseðlana okkar!

Smelltu hér til að bóka veislu eða senda fyrirspurn til Soho Catering

Við hlökkum til í að heyra frá þér!

Þjónusta

Vönduð þjónusta

Starfsfólk veisluþjónustu Soho Catering er annálað fyrir gæði og persónulega þjónustu .

Við vitum að halda veislu eða samkomu er umfangsmikið og mikilvægast fyrir viðskiptavini okkar er að geta notið sinnar eigin veislu eða samkomu og því skiptir framúrskarandi þjónusta og gæði veitinga miklu máli. 

 

Við aðstoðum þig við:

  • samsetningu og val á matseðli
  • val á veislusal
  • val á víni og öðrum drykkjum
  • framreiðslu og þjónustu í sal

Veislusalir

Glæsilegir veislusalir

Veislusalur skapar ytri ramma veislunnar og hjálpar til við að skapa rétta andrúmsloftið. Miklu máli skiptir að salurinn henti tilefni veislunnar. Soho Catering veitir ráðgjöf varðandi val á veislusal í takt við tilefnið. Við eigum í góðu samstarfi við eigendur veislusala víðsvegar en við einskorðum okkur ekki við neinn einn stað heldur aðlögum okkur að hverjum stað fyrir sig.

Soho Catering býður ekki upp á veislusali. 

Hafðu endilega samband og leyfðu okkar að aðstoða þig! 

Veisluþjónusta opin 08-17 afhending getur verið seinna

Sótt...

Hrannargata 6, Reykjanesbæ
Opnum klukkan 8:30 og lokum kl: 17:30

Stundum fyrr eða aðeins seinna

Sent...
við semjum um það

Veitingastaðurinn Opinn 11:30-13:00 mánud - Föstudaga

Opinn virka daga frá kl 11:30 - 13:00 stunudum lengur

 

 

Sendu okkur línu

Hafðu samband ef þú hefur spurningar