Alhliða veisluþjónusta

Alhliða veisluþjónusta – sendum svo til hvert á land sem er.

Helstu styrkleikar okkar hjá Soho er veisluþjónusta fyrir árshátíðir – brúðkaup – fermingar – tapas – smáréttaveislur og erfidrykkjur.

Soho byrjaði sem veitingastaður við Hafnargötuna í Keflavík og átti velgengni að fagna. Árið 2008 ákváðum við að snúa okkur alfarið að veisluþjónustu sem hefur æ síðan verið aðaláhersla Soho og hefur veisluþjónusta okkar hlotið mikið lof viðskiptavina.

Soho sá um allar veitingar fyrir Stapa – Hljómahöll á árunum 2010 – 2013.

Örn Garðars er yfirmatreiðslumeistari Soho.

Veisluþjónusta Soho

Örn Garðarsson

Stofnandi og eigandi

Íris Björk Guðjónsdóttir

Stofnandi og eigandi

Glæsilegir matseðlar

Veisluþjónustan Soho býður upp á mikið úrval matseðla fyrir árshátíðir, brúðkaup, fermingar, erfidrykkjur, tapas veislur og aðrar samkomur – stórar sem smáar. Við erum mjög sveigjanleg og opin fyrir óskum um breytingar og gerum okkar besta til að uppfylla óskir viðskiptavina okkar.

Lítið endilega á glæsilega matseðla okkar undir valmyndunum Kaffiveitingar og Matarveislur hér að ofan. Ef þið hafið einhverjar spurningar, óskir um breytingar eða viljið bóka veisluþjónustu Soho þá hafið endilega samband með því að hringja í síma 692-0200 eða 421-7646. Einnig getið þið fyllt út formið sem er að finna hér eða sent póst á orn@soho.is.

Við hlökkum til í að heyra frá ykkur.

Vönduð þjónusta

Starfsfólk veisluþjónustunnar Soho leggur mikla áherslu á hágæða og persónulega þjónustu við viðskiptavini okkar. Það er okkur mikilvægt að viðskiptavinir okkar geti notið tilefni veislunnar eða samkomunnar og því skiptir framúrskarandi þjónusta og gæði veitinga miklu máli.

Á meðal þess sem við aðstoðum við:

 • Samsetning og val á matseðli
 • Ráðgjöf varðandi val á veislusal
 • Val á vínum og öðrum drykkjum
 • Framreiðsla og þjónusta í sal

service1

Glæsilegir veislusalir

Veislusalur skapar ytri rammann utanum veisluna og hjálpar til við að skapa rétt andrúmsloft. Það skiptir því máli að salurinn henti vel tilefni veislunnar. Veisluþjónustan Soho getur veitt ráðgjöf varðandi val á veislusal. Við höfum átt margra ára samstarf við eigendur veislusala og höfum einnig reynslu af miklum fjölda sala sem okkar viðskiptavinir hafa valið sjálfir.

Hafðu endilega samband og leyfðu okkar að aðstoða þig við að tryggja sem bestann ramma að þinni veislu.

Örn Garðars matreiðslumeistari

Hér að neðan er stiklað á stóru yfir feril Örn Garðars, annars eiganda og matreiðslumeistara Soho.

 • Lærði matreiðslu á Brauðbæ hjá Gísla og Bjarna útskr 1984
 • Frakkland hótel í Avignon og París ( Hótel de Crillon )
 • Grillið Hótel Saga 85 – 87
 • Yfirkokkur á Lækjarbrekku 87 -92 +
 • Kokkur – veitingamaður Glóðin Keflavík 93-97
 • Kokkur – veitingamaður Hótel Borg 97 -01
 • Kokkur – veitingamaður Soho Catering 02 –

Hobby – annað

 • Kokkalandslið Íslands liðsstjóri og framkvæmdarstjóri 89-98
 • Dómari í erlendum matreiðslukeppnum
 • Sveinsprófsdómari

Örn Garðars - Veisluþjónusta Soho

Meðmæli viðskiptavina