Categories

Streyma inn meðmælin frá viðskiptavinunum

Sjá enn frekar undir meðmæli

—————

Sæll Örn

Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að byrja að segja…

En mikið ofsalega er ég glöð, þakklát og finnst þið frábær! Ég er nánast orðlaus eftir daginn!

Veitingarnar voru ALLAR frábærar, þjónustan dásamleg og öll umgjörðin algerlega til fyrirmyndar. Ég er búin að dásama ykkur í allt kvöld við allt og alla, líka á facebook og mun svo sannarlega gera það marga næstu daga… Þetta var svo langt umfram væntingar, gott og vel útilátið fyrir gott verð. Fallegir bakkar undir veitingarnar, yndislegar konur sem komu á þínum vegum og bara allt frábært.

Takk fyrir kærlega og mikið vona ég að rekstur þinn gangi vel um ókomna tíð.

Bestu kveðjur úr Kópavoginum,

Jóhanna Pálsdóttir og fjölsk, aðstandendur Jóhanns Baldurs.