Hér eru athugasemdirnar frá gömlu gestabókinni… gaman að leyfa þeim að fylgja með á nýju síðuna…  Nýustu meðmælin eru neðst.

14.08.2008 09:15:00 / Iðunn
Frábær matur
Var með afmæli, frábær matur hjá þér Örn, vel útilátið og var það umtalað í veislunni hversu góður hann var. Kærar þakkir
Kv. Iðunn Ingólfsdóttir

08.07.2008 12:06:14 / Helgi Gunnarsson
Tusind tak
Við þökkum fyrir alla þína aðstoð og frábærar veitingar í brúðkaupsveislunni okkar. Við höfum fengið all nokkur símtöl hvað þetta hafi verið skemtileg veisla og frábær matur. Kær kveðja Lísa & Helgi

23.06.2008 08:00:48 / Aðalsteinn og fjölskylda
Afmæli 21.júní 2008
Sæll..Viljum þakka fyrir góðan mat og frábæra þjónustu. Æði að losna við eldamennsku og uppvask, mælum hiklasut með þessari þjónustu!Takk fyrir okkur:)

18.06.2008 10:38:45 / Kristín og Sæmi
Frábær brúðkaupsveisla
Frábærir smáréttir í brúðkaupsveislunni okkar. Allir fóru saddir og sælir heim og mikið spurt um veisluþjónustuna. Takk fyrir okkur!

20.05.2008 09:03:31 / Elín
Frábær salöt
Fengum frábær salöt með dýrlegum dressingum í vinnustaðapartýið okkar. Allir rosalega ánægðir, maturinn fallegur og mikið af honum. Takk fyrir okkur.

19.05.2008 09:23:50 / ZEUS / http://www.zeus.is/
Frábærir tapas réttir
Fengum SOHO til að framreiða Tapas smárétti í innflutningspartý sem við héldum fyrir viðskiptavini, starfsmenn og aðra velunnara og þeir stóðu sig með eindæmum vel. Maturinn frábær og fallega framreiddur.Takk fyrir okkur !

16.03.2008 06:19:14 / Steinunn og Ómar
Fermingarveisla 9. mars
Sæll Örn og bestu þakkir fyrir frábærar veitingar í fermingarveislu dætra okkar. Maturinn vakti mikla lukku hjá gestum á öllum aldri og meira að segja unglingarnir voru hæst ánægðir. Ekki nóg með að maturinn væri algjört lostæti heldur var hann líka vel útilátinn og virkilega glæsilega fram borinn. Allt viðmót hjá þér og starfsfólki þínu var sérlega ljúft og allt stóðst alveg 100%. Næst þegar við þurfum á veisluþjónustu að halda þá erum við ekki í neinum vafa um hvert við leitum.

24.09.2007 03:42:59 / Hrafnhildur
Takk fyrir okkur!!
Við þökkum fyrir okkur allir ánægðir með matinn og þjónustuna, enn eru nokkrir með sæluglampa í augum eftir desertinn…… kveðja Starfsfólk í KREST.

10.09.2007 01:30:09 / Linda og Jón / www.123.is/lindasplinda
Brúðkaup 8.sept. 2007
Við viljum þakka þér innilega fyrir þennan æðislega mat sem var í brúðkaupinu okkar! þetta var æðislegt, man að allir voru að hrósa matnum útí eitt 🙂 þetta var alveg frábært og þökkum við rosalega mikið fyrir okkur og mælum eindregið með þér! 🙂 takk aftur Linda og Jón

04.09.2007 07:18:51 / Skúli & Erla
Brúðkaup 2007
„Stóra daginn“ vil maður hafa algerlega óleymanlegann og helst fullkominn. Við hjón vorum í skýjunum með allt og maturinn hjá þér var hreinlega tær snilld. Þvílíkt fagmennska !! Nánast er það undantekningalaust þegar fólk þakkar fyrir sig minnist það á Sjávarréttahlaðborðið sem í boði var og hrósar því hástert. Þú færð 12 í einkunn af 10 mögulegum. Takk kærlega fyrir okkur !

04.09.2007 09:40:09 / Rósa Sigurjónsdóttir
þakkir fyrir frábæran mat 1. september
Sæll Örn ég vildi þakka þér fyrir frábæran mat í brúðkaupi okkar Ingó laugard 1. sept 2007 Allir gestirnir voru mjög ánægðir og voru allir að spyrja hvaðan maturinn kæmi, ef ég þarf að halda svona veislu aftur þá mun ég örugglega tala við þig aftur og mæli ég eindregið með þér Kv Rósa Sigurjónsdóttir

20.08.2007 10:32:12 / Anna Sigga
Flatey ! : )
Hæ Örn Gaman að skoða síðuna þína. Takk fyrir skemmtilegan tíma í Flatey í sumar. Þú ert frábær kennari ! Bestu kveðjur og sjáumst aftur í Flatey að ári : ) !! Anna –

12.07.2007 09:47:30 / Arnlaugur og Lilja
Brúðkaup 07.07.07
Þökkum kærlega fyrir að hafa séð um veitingarnar hjá okkur í brúðkaupinu á laugardaginn 07.07.07. Þetta var hreint út sagt FRÁBÆRT í alla staði!! Kveðja, Lilja og Alli

10.07.2007 04:12:30 / Kristín og Ingi
Brúðkaup 30.06.07
Vildum þakka kærlega fyrir okkur á brúðkaupsdaginn okkar þann 30. júní síðastliðinn. Veitingarnar voru æðislegar og allt flott uppsett og ríflegt af öllu, gerist bara ekki betra. Gestirnir áttu ekki til orð yfir hvað þetta var flott og bragðaðist vel. Við vildum bara þakka fyrir að hjálpa til með að fullkomna daginn okkar:)

28.06.2007 09:24:49 / Þórhildur
Viðskiptavinur
Má til með að þakka kærlega fyrir okkur um síðustu helgi. Fermingabörnin voru frábærlega ánægð með matinn og allir gestirnir agndofa yfir veitingunum. Ég get með sanni sagt að ég mæli með þessu. Kær kveðja Þórhildur