Invalid download ID.

Brúðkaups matseðill til að prenta út 2018

Matseðill no1. Hlaðborð

Mest seldi matseðillinn frá uphafi 

Forréttir af hlaðborði

Eða útbúnir sem smáréttir með fordrykk / standandi þemi

 • Hunangs og koníaks marineraður lax með piparrótar dill sósu
 • Heitreyktur sinnepssmurður lax á arabísku cous cous salati
 • Létt grilluð hrefna með híðishrísgrjóna salati með engifer og appelsínu
 • Humarsúpu smakk í staupi  ( í hitabrúsum með pumpu og staup með )
 • Parmaskínka, melóna, klettasalat, jarðarber , ferskur rifinn parmesan ostur ( framreitt í boxum )
 • Soho salat, úrval af garðsalati, sólþurrkuðum tómötum, fetaosti, brauðteningum, ristuðum fræjum, tortilla chips og fl. miðausturlanda dressing og cesar dressing
 • Heimabakað blandað brauð með, rauðu pesto og brauðolíu

AÐALRÉTTIR skornir fyrir á staðnum

 • Hunangs og salvíu og lime marineruð kalkúnabringa

Framreidd með Ameriskri “bread stuffing” brauð sellery og laukur, salvía og krydd, framreidd með rjómalagaðri villi-kjörsveppa sósu 

 • Kryddjurtamarinerað hægeldað lambalæri Bérnaise
 • Innbökuð nautalund Wellington ( getur ekki verið klassískara og flottara, eðal nautalundir, með sveppamauki í smjördegi )

Meðlæti.

Hunangs engifer og rosemarine -gljáðar gulrætur

Kartöflu gratin í hvítlauks rjóma

Rótargrænmeti

Amerísk brauð og pecan stuffing

Bérnaise, villisveppasósa og rauðvínssósa

 • Restin af forréttunm og salat látið halda sér út borðhaldið..

Verð pr mann kr. 5,890 pr mann

Ábætisréttir eða Brúðarterta ekki innifalin í verði

(sjá sér matseðill um brúðartertur)

________

Matseðill no 2.

Einn forréttur í boði

framreiddur á diski en aðalréttur og ábætir af hlaðborði

Forréttir

 1. Kjúklinga salat með stökku garðsalati, teriyaki marineruðum kjúkling í miðausturlanda dressing
 2. Ítalskur diskur Parmaskínka, melóna og klettasalat með rifnum parmesan osti og  ítalskt tómat salat með ferskum Mozzarella og basil
 3. Laxa tvenna, Heitreyktur sinnepssmurður lax og hunangs og koníaksmarinerður lax með salati og piparrótarsósu
 4. Grafin Nautalund með marineruðum svepp, Parmaskínka og melóna ferskt salat
 5. Sjávarréttar eða Humarsúpa

Hafi brúðhjónin sérstakar óskir, endilega látið okkur vita ..

Heimabakað blandað brauð með, rauðu pesto og brauðolíu ( sett á hvert borð í salnum)

AÐALRÉTTIR skornir fyrir á staðnum

 • Hægeldaður piparkryddaður nautahryggur
 • Kryddjurtamarinerað hægeldað lambalæri Bérnaise
 • Steiktir saltfiskshnakkar í tómat möndlusósu með beikoni, rúsinum og gænmeti að hætti Cataloniu búa

Meðlæti.

 • Cesar salat ; úrval af garðsalati með parmesan osti, hvítlauks dressingu, fetaosti sólþurrkuðum tómtöum, ristuðum fræjum og brauðteningum
 • Grillað miðjarðarhafs grænmeti með spinati, sherrytómötum og balsamic
 • Kartöflu gratin í hvítlauks rjóma
 • Kartöflumousse úr sætum kartöflum mais og grænum banum

Verð pr mann kr. 5,590 pr mann

Ábætisréttir eða Brúðarterta ekki innifalin í verði

( sjá annarsstaðar hér fyrir neðan)

——–

Matseðill no 3

5 tapasréttir/smakk á litlum fötum settir á borð gestanna

Ath. aðstaða á staðnum þarf að vera góð, lágmark 1 þjónn pr 25 gesti.

Borðhald getur tekið allt að 3 tíma með þessari útfærslu sem er mjög gott ef ekki er mikið um skemmtiatriði..

 1. Bruschetta með Tómatsalati, tómatur, klettasalat, ferskur mozzarella og basil
 2. Laxasalat á bruschettu
 3. Heitreyktur sinnepssmurður lax með arabísku kús kús salati
 4. Létt grilluð hrefna með híðishrísgrjóna salati  “á fati “
 5. Parmaskínka, melóna, klettasalat, parmesanostur og jarðarber. “box”
 6. Humarsúpa og humarspjóti “í bolla eða glasi

Heimabakað blandað brauð með, rauðu pesto og brauðolíu (sett á hvert borð í salnum)

AÐALRÉTTIR

 • Hunangs og salvíu og lime marineruð kalkúnabringa

Framreidd með Ameriskri “bread stuffing” brauð sellery og laukur, salvía og krydd, framreidd með rjómalagaðri villi-kjörsveppa sósu 

 • Innbökuð nautalund Wellington
 • Ef brúðhjón hafa áhuga á að hafa einhverja aðra aðalrétti sakar ekki að spyrja

Meðlæti.

 • Garðsalat með sólþurkuðum tómötum og olíu dressingu
 • Hunangs engifer og rosemarine -gljáðar gulrætur
 • Kartöflu gratin í hvítlauks rjóma
 • Kartöflumousse úr sætum kartöflum með mais og grænum baunum

Verð pr mann kr. 6,290 pr mann

Ábætisréttir eða Brúðarterta ekki innifalin í verði

(sjá sér matseðil um brúðartertur)

 ——–

Matseðill no 4

Tapas og smáréttar veisla sitjandi og/eða standandi borðhald

veljið ca 16 tegundir (ath 2 bls)- Allir réttir framreiddir á sama tíma 

Ávaxta og grænmetisbakki með ídífu með fordrykknum

*Veljið annanhvorn réttin úr sama hráefni

Grænmetisréttir

 1. Fylltir sveppahattar með hvítlauksosti í villisveppa sósu
 2. Black bean Quesedillas
 3. Bauna og sætkartöflu miniburger
 4. Litlar grænmetis pitur með hnetubuffi
 5. Núðlusalat með miðausturlanda dressingu og kashew hnetum
 6. Soho salat, úrval af garðsalati,ristuðum fræjum, tortilla chips, miðausturlanda dressing og sætkartöflu chips

Sjávarréttir

 1. Skelfisksspjót Humar-tígrisrækja og hörpuskel
 2. *Djúpsteiktar stórar rækjur í bjórdegi með sætri chillisósu
 3. *Marineraðar tigrisrækjur í plómusósu með grænmeti
 4. **Saltfiskbollur í tómat maukssósu með basil
 5. **Saltfiskhnakkar með ansjósum í tómat mauki með olífum, paprika, lauk, möndlum og rúsínum að hætti kataloniu búa
 6. Sushi rúllur 2 teg. með tilheyrandi ( fat )
 7. Heitreyktur lax með arabísku cous cous salati ( box eð fat )
 8. ***Hunangs og koníaksmarineraður lax með wasapi rjóma og dilli ( fat )
 9. ***Laxatartar með blinis, söxuðum rauðlauk og sýrðum rjóma ( fat )
 10. Humarsúpa í staupi, ( í hitabrúsa og gestir fá sér staup og súpu)

Meðlæti ( innifalið ekki talið með )

 • Heitt kartöflusalat með sætum kartöflum, smælki, province grænmeti og krydd
 • Indverskur hrísgrjónaréttur með grænmeti
 • Úrval af súrdeigsbrauði, pesto, og brauðolíu

Kjöt

Allir réttir framreiddir á fötum (mest 5 réttir )

 1. Léttgrilluð hrefna á hiðisgrjónasalati appelsinu og engifer
 2. * Roast beef Dijon með Bérnaise, grilluðu grænmeti og gráðaosti
 3. *Nautalundir “litlir bitar” á spjóti með Bérnaise eða piparsósu
 4. Kryddjurtamarineraðar lambalundir á spjóti með kryddjurtarsósu
 5. Satay kjúklingur á spjóti með cous cous
 6. Ítalskar heimalagaðar kjötbollur í tómat pasta sósu
 7. Indverskur kjúklingaréttur í kokos með apríkósum, döðlum og cashew hnetum

Sætt / Brúðarterta

Sjá sér matseðil um brúðartertur ekki innifalin

Verð pr mann kr 5,490

Grænmetisrétta matseðill frá Soho Catering

Grænmetisréttir + þeir grænmetisréttir og brauð sem eru af hlaðborði

 1. Mexikóskt vefja með grænmetisfyllingu baunum hrísgrjónum salati chips og salsa
 2. Bauna og sætkartöflu burger með salsa , lárperu mauki , salati og krydduðum hrísgrjónum
 3. Indverskur grænmetisréttur Korma með kokos hrísgrjónum, ávaxta chutney og salati
 4. Steiktar núðlur með ristuðum cashew hnetum og steiktu fersku grænmeti
 5. Miðjarðarhafs salat með ostum, ávöxtum, og fullt af grænmeti, tortilla chips og olíudressingu
 6. Grænmetis lasagna og salat

Við þurfum að fá að vita tímanlega með allar sérþarfir og reynum við eftir bestu getu og vitund að uppfylla þær kröfur.

Á þetta sérstaklega við um ofnæmi sbr hnetur, glutein, mjólkurvörur og þh

Nánar um grænmetisfæði má lesa hér

http://www.visindavefur.is/svar.php?id=438+

Kaffi veitingar

Lágmarksfjöldi eru 80 manns

Tertur

 • Súkkulaði og ástríðuávaxtamousse með perum og döðlubotni
 • Púðursykurs marengs terta “Draumaterta”
 • Snickers terta
 • Bláberja og sítrónu osta terta

Heitir réttir

 • Brauðréttur með skínu, camembert og aspas
 • Brauðréttur með pepperoni, sólþurkuðum tómat og ferskum mozarella
 • Epala crunch / bakaðir eplabitar, kanill, vanilla með þeyttum rjóma

Brauð

 • Brouchetta með bökuðum tómat,spínati og rauðu pesto
 • Brouchetta með laxi og piparrótrarrjóma
 • Flatkökur með hangikjöti
 • Brauðterta með rækjusalati (eða eigin vali)

Kökur

 • Skúffukaka
 • Gulrótar krydd kaka með rjómaosti og valhnetum

Kr 3,500 pr mann

Brúðartertur

Kr 490 pr mann

Hægt er að hafa terturnar hringlóttar eða ferkantaðar

 1. Frönsk súkkulaði mousse

Döðlu botn og svamp toppur , súkkulaði mousse með perum, þakin með ganach skreytt með ferskum berjum súkkulaði vindlum.

 1. Frönsk súkkulaði terta með salthnetum og rúsinum í Grand marnier

Blaut í miðjunni, skreytt með ferskum berjum með grand marnier sósu og rjóma

 1. Volg döðlu-súkkulaði kaka Hituð upp á staðnum með volgri karamellusósu, berjum og vanilluís
 1. Súkkulaði og passion fruit Döðlu botn, svamptoppur súkkulaði mousse með perum,og passion fruit mousse ( tvö lög  ) toppuð með hlaupi skreytt ferskum berjum
 1. Bayles og Nougga mousse Döðlubotn og svamptoppur, bayles og Nougga mousse (tvö lög) þakin með brúðar massa framreidd með berjasósu
 1. Pavoila Ítölsk Marengs tera með rjóma og fullt af ferskum berjum og ávöxtum

Brúðkaup frá Soho Catering Mars 2018- út febrúar 2019

Best er að hittast og fara yfir þær hugmyndir sem þið hafið og hvernig best er að framreiða veitingarnar,  Einnig til að koma á persónulegri tengingu, skemmtilegra fyrir báða aðila.

Matseðilinn verður að miðast við aðstæður á staðnum.

Ef við þekkjum ekki veislusalinn kynnum við okkur hann áður, komum með þau áhöld og tæki sem til þarf, svo framalega að aðstæður leyfa.

Allir matseðlar miðast við lágmarksfjölda 80.manns hægt að afgreiða fyrir færri en þá breytist verðið.

Soho Catering

Höfum mikla reynslu við afgreiðslu og undirbúning brúðkaupa. Vinnum náið með brúðhjónum og skipuleggjendum, bjóðum ennfremur uppá ráðleggingar.

Soho Catering sendir veislur svotil hvert á land sem er. Við erum staðsett í Reykjanesbæ en það hefur ekki hindrað okkur með að vera með veislur svo til út um allt land td við Seljarlandsfoss, Búrfellsvirkjun, Kjósinni, Akranesi, Snæfellsnesi og víðar.

80% af okkar viðskiptum eru á stór Reykjavíkursvæðinu.

Kaup og kjör

Aukakostnaður getur komið ef um langar eða margar ferðir þarf að fara vegna veislu, samanber auka fundir, skutl með borðbúnað eða annan búnað, látið verður vita af því þegar stefnir í það.  Þjónusta / Þjónar eru ekki innifalin í matarverði né skreytingar. Rukkað er aukalega fyrir það sem tapast eða brotnar af búnaði.

Staðfestingargjald 50,000 við staðfestingu,rest gerð upp í vikunni eftir brúðkaup hægt er að skipta upp greislum á kreditkort

Afhending á veitingum

Við komum yfirleitt með matinn, stillum upp veitingum og erum á staðnum þegar þess þarf við samanber að skera fyrir, skammta á diska og þessháttar. Allur matur kemur í þeim búnaði að hægt er að setja beint á borðið, passa verðu uppá  að hann skili sér til baka, ekki er nauðsynlegt að þrífa búnaðinn en gott er að skola af.

Þá oft kynnum við einnig matseðilinn sé þess óskað og fyllum á borðið í samvinnu við þjóna eða starfsfólkið á staðnum.  Búnaður sem ekki fer með starfsmönnum samdægurs er sóttur eða skilað af veisluhaldara næsta dag. Eðlilegt magna af afgöngum er skildið eftir á staðnum eftir ef kælipláss leyfir.Afgangar eru á ábyrgð brúðhjóna eftir að starfsmenn Soho eru farnir, Okkur er mjög illa við að skilja veitingar eftir því við vitum alldrei hvernig þeir eru meðhöndlaðir eftir að við förum smbr kælingu og upphitun.Við getum tekið allt með okkur til baka og þið sótt næsta dag til okkar.

Dúkar og servéttur

Mælum með að hafa samband við dúkaleigur og þvotthús fá að skoða og gera verðsamanburð og fá tilboð. Fá að skila því sem ekki er notað ( endurgreitt )

Starfsfólk.

Við getum útvegað þjóna, aðstoðarfólk, dyraverði og barþjóna.

Við miðum við 1 þjón pr 25-30 gesti miðað við matarveislur, standandi smáréttaveislur 1 þjon pr 40-50 gesti  í stærri veislum yfir 100 manns getur verið hagkvæmara að fá einhvern í uppvaksið á meðan mesta álagið er.

Búnaður

Eigum til eða getum útvegað svo til allan borðbúnað, kertastjaka og þh. Einnig tæki til að halda heitu, elda og framreiða matinn á.

Eigum til allan búnað til að halda veislu í svo til hvaða útihúsi á landinu, sbr gas ofna, gas djúpsteikingarpott og hitaskápa fyrir 220w. Borðbúnaður er tekinn þá óhreinn til baka. Kostnaður 250 – 600 kr pr mann, greitt er aukalega fyrir það sem tapast eða brotnar.

Drykkjaföng

Ráðleggjum ykkur varðandi magn á drykkjarföngum einnig komum ykkur í samband við byrgja til að fá smakk og heildarlausn. www.mekka.is Sævar

Magn  sem virkar fyrir móttöku og mat og eitthvað framm á kvöldið

Miðað við 100 manns

1 Léttvín ( 6 glös ) 4-5 gestir       20 flöskur    

1 hvítvín (5 glös ) 4 gestir            25-30flöskur

1 rauðvín ( 4-5 glös) 2 gestir        50 flöskur

2 litlir bjórar                             150-200 

Bókun á veislusal

Mælum með nokkrum sölum, (sjá á öftustu síðu)sem við fáum að koma með veitingar í, margir salir eru tengdir ákveðnum veisluþjónustum (einkaleyfi) stundum leyfa þeir öðrum að koma inn en yfirleitt ekki.

Þegar salur er leigður er mikilvægt að eftirfarandi komi fram (fá það skriflegt)

 1. Verð og hvað er innifalið í því?
 2. Hvað tekur salurinn marga?
 3. Uppstilling á sal fá teikningar og tillögur frá salarhaldara,
 4. Frágangur , Þrif
 5. Tímasetningar ( þarf að borga fyrir aukadag, hvenær fáið þið salinn hvenær þarf að vera búið að skila og hvernig )
 6. Leyfi á salnum, vínveitingaleyfi , afgreiðsluleyfi má koma með mat frá veisluþjónustu
 7. Má koma með áfengi , er tekið tappagjald?
 8. Hljóðkerfi, mikrafónar, statif, ræðupúlt geislaspilari, skjávarpi,
 9. Lýsing fyrir svið
 10. Eldhúsaðstaða, hellur, ofn heimilis/iðnaðar kælir, frystir, klakavél
 11. Salerni hvernig eru þau,
 12. Hvar má skreyta og þá hvað mikið
 13. Fylgir starfsfólk með og hvert er þeirra verksvið? Er það innifalið eða greiðist það aukalega og þá hvað mikið með vsk?
 14. Upplýsingar um borðbúnað, stóla og borð magntölur af öllu

Salir sem má koma með veitingar í og mælum með (að sjálfsögðu eru fleirri til)

                                                          Fj ca        Sími                tengiliður

Rnb

Samkomuhúsið Sandgerði           140

Frímúrarasalurinn Rnb               120

Hljómahöllin / stapinn Rnb         450

 

Hafnarfjarðarsvæðið

Haukahúsið   Ásvöllum                160                     

Turninn Firðinum Hafnarfj         130

Sjónarhóll Fh salur                    140

Garðarholt Álftanesi                 120

Safnaðarheimilið Hfj.kirkja       160

Kópavogur

Gler salur Salarhverfi               140

Gala salur Smiðjuvegur              120

Safnaðarheimili Kópavogskirkja 120

Kiwanissalur Smiðjuvegur                    ?

Reykjavík

Fram heimilið Safamýri             180

Valsheimilið (árstíðabundið)      200+

Þróttaraheimilið Laugardal         120

Flugvirkjasalurinn Borgartúni     100

Kjarvalsstaðir

Oddfellow salur Vonarstræti     120

Rafveituheimilið Elliðarárdal      100    ( aðeins félagsmenn/starfsmenn)

Sjálfsstæðissalur Seltjarnarnes ?

Öll safnaðarheimili, smbr Háteigskirkja, Seljakirkja, Seltjarnarnesskirkja og fl