Invalid download ID. Brúðkaupsmatseðill 2020

Soho Catering

Höfum mikla reynslu við afgreiðslu og undirbúning brúðkaupa. Vinnum náið með brúðhjónum og skipuleggjendum, bjóðum ennfremur uppá ráðleggingar.

Soho Catering sendir veislur svotil hvert á land sem er. Við erum staðsett í Reykjanesbæ en það hefur ekki hindrað okkur með að vera með veislur svo til út um allt land td við Seljarlandsfoss, Búrfellsvirkjun, Kjósinni, Akranesi, Snæfellsnesi og víðar.

80% af okkar viðskiptum eru á stór Reykjavíkursvæðinu.

Afhending á veitingum

Við komum yfirleitt með matinn, stillum upp veitingum og erum á staðnum þegar þess þarf við samanber að skera fyrir, skammta á diska og þessháttar. Allur matur kemur í þeim búnaði að hægt er að setja beint á borðið, passa verðu uppá  að hann skili sér til baka, ekki er nauðsynlegt að þrífa búnaðinn en gott er að skola af.

Þá oft kynnum við einnig matseðilinn sé þess óskað og fyllum á borðið í samvinnu við þjóna eða starfsfólkið á staðnum.  Búnaður sem ekki fer með starfsmönnum samdægurs er sóttur eða skilað af veisluhaldara næsta dag. Eðlilegt magna af afgöngum er skildið eftir á staðnum eftir ef kælipláss leyfir.Afgangar eru á ábyrgð brúðhjóna eftir að starfsmenn Soho eru farnir, Okkur er mjög illa við að skilja veitingar eftir því við vitum alldrei hvernig þeir eru meðhöndlaðir eftir að við förum smbr kælingu og upphitun.Við getum tekið allt með okkur til baka og þið sótt næsta dag til okkar.

Drykkjaföng

Ráðleggjum ykkur varðandi magn á drykkjarföngum einnig komum ykkur í samband við byrgja til að fá smakk og heildarlausn. www.mekka.is Sævar

Magn  sem virkar fyrir móttöku og mat og eitthvað framm á kvöldið

Miðað við 100 manns

1 Léttvín ( 6 glös ) 4-5 gestir       20 flöskur    

1 hvítvín (5 glös ) 4 gestir            25-30flöskur

1 rauðvín ( 4-5 glös) 2 gestir        50 flöskur

2 litlir bjórar                             150-200 

Bókun á veislusal

Mælum með nokkrum sölum, (sjá á öftustu síðu)sem við fáum að koma með veitingar í, margir salir eru tengdir ákveðnum veisluþjónustum (einkaleyfi) stundum leyfa þeir öðrum að koma inn en yfirleitt ekki.

Þegar salur er leigður er mikilvægt að eftirfarandi komi fram (fá það skriflegt)

 1. Verð og hvað er innifalið í því?
 2. Hvað tekur salurinn marga?
 3. Uppstilling á sal fá teikningar og tillögur frá salarhaldara,
 4. Frágangur , Þrif
 5. Tímasetningar ( þarf að borga fyrir aukadag, hvenær fáið þið salinn hvenær þarf að vera búið að skila og hvernig )
 6. Leyfi á salnum, vínveitingaleyfi , afgreiðsluleyfi má koma með mat frá veisluþjónustu
 7. Má koma með áfengi , er tekið tappagjald?
 8. Hljóðkerfi, mikrafónar, statif, ræðupúlt geislaspilari, skjávarpi,
 9. Lýsing fyrir svið
 10. Eldhúsaðstaða, hellur, ofn heimilis/iðnaðar kælir, frystir, klakavél
 11. Salerni hvernig eru þau,
 12. Hvar má skreyta og þá hvað mikið
 13. Fylgir starfsfólk með og hvert er þeirra verksvið? Er það innifalið eða greiðist það aukalega og þá hvað mikið með vsk?
 14. Upplýsingar um borðbúnað, stóla og borð magntölur af öllu

Salir sem má koma með veitingar í og mælum með (að sjálfsögðu eru fleirri til)

                                                          Fj ca        Sími                tengiliður

Rnb

Samkomuhúsið Sandgerði           140

Frímúrarasalurinn Rnb               120

Hljómahöllin / stapinn Rnb         450

 

Hafnarfjarðarsvæðið

Haukahúsið   Ásvöllum                160                     

Turninn Firðinum Hafnarfj         130

Sjónarhóll Fh salur                    140

Garðarholt Álftanesi                 120

Safnaðarheimilið Hfj.kirkja       160

Kópavogur

Gala salur Smiðjuvegur              120

Safnaðarheimili Kópavogskirkja 120

Kiwanissalur Smiðjuvegur                    ?

Reykjavík

Fram heimilið Safamýri             180

Valsheimilið (árstíðabundið)      200+

Þróttaraheimilið Laugardal         120

Flugvirkjasalurinn Borgartúni     100

Kjarvalsstaðir

Oddfellow salur Vonarstræti     120

Rafveituheimilið Elliðarárdal      100    ( aðeins félagsmenn/starfsmenn)

Sjálfsstæðissalur Seltjarnarnes ?

Öll safnaðarheimili, smbr Háteigskirkja, Seljakirkja, Seltjarnarnesskirkja og fl