Categories

Nyjustu meðmælin á Soho Veisluþjónustu

Giftum okkur þann 16.nóv ´13 og sá Soho um matinn í veislunni. Vorum búin að heyra frábæra hluti af þeim og óhætt að segja að Örn og Soho stóðu undir öllum þeim væntingum. Við völdum smáréttahlaðborð og sáum sko ekki eftir því. Flottasta veisluborð sem við höfum nokkurn tíman séð…hugsað um hvert smáatriði, ótrúlega vel útilátið og æðislegur matur. Gestirnir í veislunni eru ennþá að tala um matinn og hversu frábær hann var… núna 2 vikur eftir brúðkaup :D
Frammúrskarandi og persónuleg þjónusta, jákvæðni og allt til fyrirmyndar :)Takk kærlega fyrir okkur.———————————–Hildur og Brynjar on  said

Örn sá um matinn í brúðkaupinu okkar 17. ágúst 2013. Við vorum með matseðil nr. 1 og súkkulaði og döðluköku með ís og karamellusósu í eftirrétt. Maturinn var frábær og gestirnir eru ennþá að tala um hvað hann var góður. Það var meira en nóg af öllu þótt sumir hafi farið margar ferðir. Sumir gestanna urðu meira að segja svo saddir af matnum að þeir höfðu ekki pláss fyrir kökuna. Humarsúpan sló í gegn og útlendingarnir í veislunni voru æstir í hrefnuna. Aðalréttirnir voru ekki síðri og nautakjötið var fullkomlega steikt. Bernaise sósan með lambinu setti punktinn yfir i-ið og margir höfðu orð á því að þeir hefðu aldrei fengið svona góðan mat í brúðkaupi.

Öll samskipti voru einföld og þægileg og öllum spurningum var svarað fljótt og ítarlega. Örn hjálpaði okkur að velja sal og sendi okkur meðal annars lista með atriðum sem eiga til að gleymast. Örn sá líka um að kynna matinn í veislunni og það lá við að hann yrði klappaður upp eftir að hafa kynnt aðalréttinn.

Takk kærlega fyrir okkur,
Kveðja Hildur og Brynjar