Categories

Hvað gestirnir segja um okkur..

Hæ hér er brot af umsögnum viðskiptavina okkar frá því í sumar „Við hjónin fengum Soho til að sjá um veitingarnar í brúðkaupi okkar þann 14. júlí í sumar. Skemmst er frá því að segja að maturinn og þjónustan voru í einu orði sagt framúrskarandi frá a til ö. Veislugestir höfðu á orði að sjaldan eða aldrei hefðu þeir fengið betri mat í veislu af þessu tagi en gestir voru hátt í 150 talsins. Sérstaka lukku vakti Beef Wellington, sjálf höfum við aldrei nokkurn tímann smakkað eins gott BW. Þessi dagur líður okkur seint úr minni. Við þökkum kærlega fyrir okkur og mælum hiklaust með Soho ef gera á gott geim “ Skoðið fleirri umsagnir undir dálknum meðmæli viðskiptavina..